Sterkari börn

MudoGym

Mudo Gym, við búum til sterkari börn.

7

Hópar

22

Tímar í viku

2

Keppnishópar

1200+

Nemendur frá upphafi

Búnaður

Vantar þig einhvern búnað til að stunda Teakwondo?
Hægt er að panta vörur beint frá Taekwondo Akademíunni.

Award "Most Innovative Solutions for Companies"
Award "Best Service Provider"
Award "Comfortable and Modern Office Design"
Illustration

Um taekwondo

Taekwondo er aldargömul bardagagrein sem upphaflega kemur frá Kóreu. Taekwondo hefur þróast frá mörgum eldri bardagalistum eins og Taek Kyon, Subakdo, Kwon Bop og fleirum.

Nafnið á listinni er hins vegar frá árinu 1955 þegar nokkrir stílar voru sameinaðir í það sem nú er kallað Taekwondo.

Æfa með okkur!

Skoðaðu hvaða skráningar eru í boði

Heading photo

Sigursteinn Snorrason

Yfirkennari

Sigursteinn Snorrason yfirkennari er með yfir 28 ára reynslu af kennslu, bæði í Taekwondo, grunnskóla, háskóla og í mörgum mismunandi íþróttum. Hann hefur þjálfað allt frá 2 ára byrjendum upp í Ólympíufara, stráka jafnt sem stelpur, efnilegum jafnt sem öðrum. 
Sigursteinn er menntaður íþróttakennari og var hann fyrstur norðurlandabúa til að öðlast alþjóðleg meistararéttindi (KTA) í Taekwondo, árið 2002. Hann hefur kennt og haldið námskeið í fjölmörgum löndum eins og t.d. USA, Mexíkó, norðurlöndunum, Sviss, Króatíu, Kóreu ofl.

Flokka skiptingar

Mismunandi er hver þeirra eru í boði hverju sinni.

Drekar

Drekar eru tímar fyrir börn á einhverfurófi. Farið er í undirstöður Taekwondo sem og uppbyggilega líkamsrækt og leiki. Hámarksfjöldi er 12 nemendur.

Tröllin

Tröllin eru 3-4 ára og mæta til að byrja með með foreldrum en eru svo ein og óstudd um leið og þau geta. Við tökum fyrir æfingar sem styrkja skilning á aðstæðum, líkamsvitund, tröllslega skemmtilega leiki og svo auðvitað grunnatriðin í Taekwondo. Hámarksfjöldi í hóp er 20 og 2 kennarar.

Risarnir

Risarnir eru 5-7 ára og eru stórir og sterkir og mæta þess vegna einir í tíma. Styrkjandi æfingar, hreyfiflæði og flóknari Taekwondo tækni er líka tekin fyrir. Hámarksfjöldi í hóp er 28 og 2-3 kennarar.

Fullorðnir

Fullorðnir eru 14 ára og eldri og æfa grunnatriði Taekwondo, styrktar- og liðleikaæfingar sem og almenna sjálfsvörn. Hámarksfjöldi er 28 í hóp.

Einherjar

Einherjar keppnislið er hópur fólks sem æfir daglega og er í miklum og stöðugum samskiptum við æfingafélaga erlendis. Þessi hópur einbeitir sér að keppni í bardaga og æfir samkvæmt því. Lágmarksbelti er blátt og til að vera með þarf að fá boð frá þjálfara. Hámarksfjöldi er 28 í hóp.

Víkingar

Víkingar 8-13 ára Við tökum alla helstu þætti Taekwondo fyrir, bardaga, form, brot, grunntækni og allt þar á milli. Æfingarnar verða meira krefjandi eftir því sem beltin verða dekkri og þeir allra hörðustu geta mætt á Berserkja- og Valkyrjuæfingarnar. Meiri áhersla er á keppni í þessum flokkum og allir kennarar landsliðskeppendur og/eða -þjálfarar. Hámarksfjöldi er 28 í hóp og 2-3 kennarar.

Um okkur

Við kennum samkvæmt námskrá Taekwondo Akademíunnar ásamt mörgum öðrum félögum á Íslandi.
Æfingarnar í Taekwondo eru byggðar þannig upp að allir geta fundið sig í æfingunum, erfiðleikastiginu og í hópnum. Allir nemendur hafa afmarkað svæði við flestar grunnæfingar en einnig er unnið í röðum, hópum og öðru slíku. Þannig er hægt að vinna með einstaklinga í hóp og með góðri samvinnu, þar sem allir þekkja sín mörk og sitt svæði.
Beltakerfið í Taekwondo býður upp á frábæra leið til að gefa öllum markmið sem eru í senn mælanleg sem og sanngjörn. Því hærra belti – því meiri kröfur en þó er alltaf leitast eftir því að einstaklingurinn fái að njóta sín út frá eigin kostum og göllum.
Í hóptímunum er farið í grunnatriði sjálfsvarnar, sjálfsaga og sjálfstrausts. Virðing fyrir hvort öðru, kennurum og samfélaginu í heild sinni er einn af hornsteinum Taekwondo og leggjum við mikinn metnað í að framfylgja þessum gildum. Gömul og góð gildi ásamt nýjustu straumum og stefnum í uppeldi og íþróttaþjálfun er okkar metnaður og þinn hagnaður.
Í Mudo Gym sérhæfum við okkur í barna- og fjölskyldustarfi auk þess sem við erum stolt af því að Einherjar, sterkasti keppnishópur landsins í bardaga, er uppalinn hjá okkur.
Aðstaðan er til fyrirmyndar, eina sérhannaða aðstaða landsins þar sem eingöngu fara fram æfingar á Taekwondo og skyldum greinum. Mudo Gym er eina einkarekna félag landsins í Taekwondo og því er mögulegt að bjóða upp á mun meiri þjónustu en annars staðar.

Vantar þig upplýsingar?

Hafðu samband og við munum hafa samband um leið og við getum.

Takk fyrir

Heyrum í þér.

Can't send form.

Please try again later.