Námskeið

>
Námskeið

Námskeið

Taekwondo

Tröllin eru 3-4 ára og mæta til að byrja með með foreldrum en eru svo ein og óstudd um leið og þau geta. Við tökum fyrir æfingar sem styrkja skilning á aðstæðum, líkamsvitund, tröllslega skemmtilega leiki og svo auðvitað grunnatriðin í Taekwondo. Hámarksfjöldi í hóp er 20 og 2 kennarar.

Panda flokkur.  5-7 ára byrjendur.  Undirstöðuatriði Taekwondo, agi, kurteisi og leikir í bland.

Tígra flokkur.  8-12 ára byrjendur.  Undirstöðuatriði Taekwondo, sjálfsagi, sjálfstraust, sjálfsvörn.

Risarnir eru 5-7 ára og eru stórir og sterkir og mæta þess vegna einir í tíma. Styrkjandi æfingar, hreyfiflæði og flóknari Taekwondo tækni er líka tekin fyrir. Hámarksfjöldi í hóp er 28 og 2-3 kennarar.

Víkingar 8-13 ára Við tökum alla helstu þætti Taekwondo fyrir, bardaga, form, brot, grunntækni og allt þar á milli. Æfingarnar verða meira krefjandi eftir því sem beltin verða dekkri og þeir allra hörðustu geta mætt á Berserkja- og Valkyrjuæfingarnar. Meiri áhersla er á keppni í þessum flokkum og allir kennarar landsliðskeppendur og/eða -þjálfarar. Hámarksfjöldi er 28 í hóp og 2-3 kennarar.

Fullorðnir eru 14 ára og eldri og æfa grunnatriði Taekwondo, styrktar- og liðleikaæfingar sem og almenna sjálfsvörn. Hámarksfjöldi er 28 í hóp.

Einherjar keppnislið er hópur fólks sem æfir daglega og er í miklum og stöðugum samskiptum við æfingafélaga erlendis. Þessi hópur einbeitir sér að keppni í bardaga og æfir samkvæmt því. Lágmarksbelti er blátt og til að vera með þarf að fá boð frá þjálfara. Hámarksfjöldi er 28 í hóp.

Drekar eru tímar fyrir börn á einhverfurófi. Farið er í undirstöður Taekwondo sem og uppbyggilega líkamsrækt og leiki. Hámarksfjöldi er 12 nemendur.k

Start typing and press Enter to search

Shopping Cart
No products in the cart.