Um okkur

>
Um okkur

Nareban stendur fyrir spark kennt við hvirfilvind eða svokallað “Tornado Kick”. Við kennum samkvæmt námskrá Taekwondo Akademíunnar ásamt mörgum öðrum félögum á Íslandi.

Æfingarnar í Taekwondo eru byggðar þannig upp að allir geta fundið sig í æfingunum, erfiðleikastiginu og í hópnum. Allir nemendur hafa afmarkað svæði við flestar grunnæfingar en einnig er unnið í röðum, hópum og öðru slíku. Þannig er hægt að vinna með einstaklinga í hóp og með góðri samvinnu, þar sem allir þekkja sín mörk og sitt svæði.

Beltakerfið í Taekwondo býður upp á frábæra leið til að gefa öllum markmið sem eru í senn mælanleg sem og sanngjörn. Því hærra belti – því meiri kröfur en þó er alltaf leitast eftir því að einstaklingurinn fái að njóta sín út frá eigin kostum og göllum.

Í hóptímunum er farið í grunnatriði sjálfsvarnar, sjálfsaga og sjálfstrausts. Virðing fyrir hvort öðru, kennurum og samfélaginu í heild sinni er einn af hornsteinum Taekwondo og leggjum við mikinn metnað í að framfylgja þessum gildum. Gömul og góð gildi ásamt nýjustu straumum og stefnum í uppeldi og íþróttaþjálfun er okkar metnaður og þinn hagnaður.

Í Mudo Gym sérhæfum við okkur í barna- og fjölskyldustarfi auk þess sem við erum stolt af því að Einherjar, sterkasti keppnishópur landsins í bardaga, er uppalinn hjá okkur.

Aðstaðan er til fyrirmyndar, eina sérhannaða aðstaða landsins þar sem eingöngu fara fram æfingar á Taekwondo og skyldum greinum. Mudo Gym er eina einkarekna félag landsins í Taekwondo og því er mögulegt að bjóða upp á mun meiri þjónustu en annars staðar.

Kennarar

Sigursteinn Snorrason

yfirkennari

Sigursteinn Snorrason yfirkennari er með yfir 25 ára reynslu af kennslu, bæði í Taekwondo, grunnskóla, háskóla og í mörgum mismunandi íþróttum. Hann hefur þjálfað allt frá 2 ára byrjendum upp í Ólympíufara, stráka jafnt sem stelpur, efnilegum jafnt sem öðrum. 

Sigursteinn er menntaður íþróttakennari og var hann fyrstur norðurlandabúa til að öðlast alþjóðleg meistararéttindi (KTA) í Taekwondo, árið 2002. Hann hefur kennt og haldið námskeið í fjölmörgum löndum eins og t.d. USA, Mexíkó, norðurlöndunum, Sviss, Króatíu, Kóreu ofl.

Aðrir kennarar:

Sigursteinn Snorrason:
Taekwondo 7. dan

Sara H. Magnúsdóttir 3. dan

Gunnar Snorri Svanþórsson: Taekwondo 3. dan

Gerður E. Halldórsdóttir, 2. dan
 
Tinna M. Óskarsdóttir, 1. dan
 
Ingibjörg Erla Árnadóttir: Taekwondo 1. dan
 

Sendu okkur línu

Start typing and press Enter to search

Shopping Cart
No products in the cart.